• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Aug

Verkalýðsfélag Akraness íhugar sterklega að stefna fiskvinnslufyrirtæki fyrir félagsdóm

Verkalýðsfélag Akraness íhugar sterklega að stefna fiskvinnslufyrirtæki hér á Akranesi fyrir félagsdóm.  Ágreiningurinn lýtur að samkomulaginu sem verkalýðshreyfingin gerði við Samtök atvinnulífsins vegna endurskoðunar á kjarasamningum.  Félagið telur að umrætt fiskvinnslufyrirtæki sé ekki að standa við umrætt samkomulag. 

Ástæða þess er sú að fyrirtækið telur sig hafa heimild til að lækka fastan bónus sem hluti af starfsmönnum hefur haft í áraraðir til jafns við þá 15.000 kr. hækkun sem taxtaviðaukinn gefur á mánuði.

Félagið hefur nú þegar vísað málinu til lögmanns félagsins sem hefur málið nú til skoðunar, en allt bendir til að fyrirtækinu verði stefnt fyrir félagsdóm vegna þessa.

Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum strax eftir helgi en hér eru umtalsverðir hagsmunir í húfi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. 

Það er og verður stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að standa einarðan vörð um réttindi okkar félagsmanna og verður ekki horft í tíma né aura í þeirri hagsmunagæslu. Mun svo einnig gilda í þessu máli.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image