• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Aug

Verkalýðsfélag Akraness óskar eftir upplýsingum frá Þjóðskrá

Æði margt bendir til þess að það sé gríðarlegur straumur á erlendu verkafólki frá hinum nýju aðildarríkum EES til landsins, eftir að takmörkunum á frjálsu flæði launafólks frá hinum nýju aðildarríkum EES var aflétt 1. maí sl.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í Blaðinu í dag að gífurleg flæðisaukning sé til landsins á erlendu vinnuafli.  Það sem er að gerast á íslenskum vinnumarkaði eftir að takmörkunum var aflétt 1. maí  er það að það streymir inní landið ódýrt vinnuafl frá þessum löndum nánast eftirlitslaust.

Formaður félagsins telur að markaðslaunakerfið sem við höfum komið okkur upp sé í umtalsverðri hættu þegar aðgengið að ódýru vinnuafli er jafn mikið og raun ber vitni um.  

Það einnig ljóst að félagsleg undirboð, svört atvinnustarfsemi og brot á réttindum útlendinga mun stóraukast þegar eftirlitið er nánast í molum. 

Verkalýðsfélag Akraness óskaði í dag eftir því við Þjóðskrá að fá upplýsingar um hversu margar kennitölur hafa verið gefnar út á tímabilinu 1. janúar 2006 til 1. ágúst 2006 til ríkisborgara frá eftirtöldum löndum: Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi.

Ástæða þess að Verkalýðsfélag Akraness óskar eftir þessum upplýsingum er að margt bendir til það að mikið ósamræmi sé á milli fjölda útgefinna kennitalna frá ríkisborgurum áðurnefndra ríkja og þeirra tilkynninga sem berast Vinnumálastofnun frá atvinnurekendum um nýja starfsmenn frá áðurnefndum löndum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image