• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Aug

Ekki vandamál þótt það taki sex vikur að fá nýja kennitölu fyrir erlenda starfsmenn segir skrifstofustjóri Þjóðskrár!

Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri Þjóðskrár segir í Fréttablaðinu í dag að afgreiðsla á nýjum kennitölum fyrir erlenda starfsmenn sé ekki vandamál.  Skúli segir vandann vera þann að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum til Vinnumálastofnunar eins og lög kveða á um.  

Vissulega er það rétt að töluverður hluti vandamálsins við eftirlit með skráningu á erlendu vinnuafli liggur í því að atvinnurekendur tilkynna ekki þá erlendu starfsmenn sem þeir hafa í sinni þjónustu.

Hins vegar er það með ólíkindum að Skúli Guðmundsson skrifstofustjóri Þjóðskrár skuli ekki telja það vandamál að það skuli taka sex vikur að fá afgreidda nýja kennitölu fyrir erlenda starfsmenn.  

Einnig má nefna það að Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvort búið væri að sækja um kennitölur fyrir nokkra Pólverja sem hingað komu til starfa í byrjun júlí.  Svarið frá Þjóðskrá var að það væri ekki hægt að sjá hverir væru búnir að sækja um nýja kennitölu þar sem engin forskráning færi fram hjá Þjóðskrá, einungis væri hægt að sjá hverir væru búnir að fá kennitölu afgreidda.  Ef þetta flokkast ekki undir vandamál þá veit formaður félagsins ekki hvað eigi að flokkast undir slíkt.

Það er algjört lykilatriði að þeir aðilar sem eiga að sjá um eftirlit með erlendu vinnuafli viðkenni vandann, ef það er ekki gert verður erfitt að leysa hann. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image