• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Jul

Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness athugið !

5,5% launaþróunartrygging  


Samkvæmt samkomulagi forsendunefndar ASÍ og SA skal starfsmanni sem er í starfi í júní byrjun 2006 og hefur starfað samfellt hjá sama vinnuveitanda í a.m.k. 12 mánuði tryggð að lágmarki 5,5% launahækkun á þeim tíma. Hafi launahækkun starfsmannsins verið minni á tímabilinu skulu laun hans hækka frá 1. júlí 2006 um þá upphæð sem á vantar til að 5,5% hækkun sé náð.

15.000 kr. taxtaviðauki


Verkalýðshreyfingin hefur samið við Samtök atvinnulífsins um 15.000 kr. taxtaviðauka sem bætist við alla mánaðarlaunataxta kjarasamninga þessara aðila og gildir sú hækkun frá 1. júlí 2006. Þessi 15.000 kr. taxtaviðauki myndar grunn fyrir yfirvinnu- og vaktaálag.

Hafi starfsmaður viðbótargreiðslur umfram kjarasamning þá má lækka þær viðbótargreiðslur um allt að því jafn háa fjárhæð og taxtaviðaukanum nemur, að undanskildum bónusum hjá fiskvinnslufólki.

Taxtaviðaukinn gildir fyrir alla kjarasamninga sem félagið hefur gert við Samtök atvinnulífsins.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar um samkomulagið sem gert var við Samtök atvinnulífsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image