• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kynning á réttindum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði verður haldinn fyrir 16 ára unglinga í næstu viku Frá kynningunni í fyrra
21
Jul

Kynning á réttindum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði verður haldinn fyrir 16 ára unglinga í næstu viku

Hinn árlega kynning fyrir 16 ára unglinga á réttindum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði verður haldinn í næstu viku. 

Kynning af þessum toga er nú haldin í þriðja skipti og er hún haldin í fullu samráði við Einar Skúlason æskulýðsfulltrúa Akraneskaupstaðar.  Það er mat stjórnar félagsins að það sé mjög brýnt að kynna vel fyrir unglingum hver séu réttindi þeirra og ekki síður hverjar séu skyldur þeirra gagnvart atvinnurekandanum þegar þau hefja störf á hinum almenna vinnumarkaði. 

Einnig er farið vel yfir alla þá þjónustu sem Verkalýðsfélagið býður sínum félagsmönnum uppá og einnig hversu mikilvægt það getur verið að vera félagi í öflugu stéttarfélagi.

Í lok kynningarinnar býður Verkalýðsfélag Akraness uppá grillaðar pylsur og gos.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image