• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jul

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á félagsmenn sína að fylgjast vel með því hvort launahækkanir sem tóku gildi 1.júlí skili sér ekki alveg örugglega um næstu mánaðarmót !

Eins og flestir vita þá bætist 15.000 króna taxtaviðauki við alla mánaðarlaunataxta frá 1. júlí sl.  Af gefnu tilefni skorar Verklýðsfélag Akraness á félagsmenn sína og sér í lagi fiskvinnslufólk að fylgjast vel með því um næstu mánaðarmót hvort taxtaviðaukinn uppá  15.000 kr. komi ekki alveg örugglega fram á launaseðlinum.

Í þeim tilvikum þar sem laun einstaklinga eru samsett af launataxta kjarasamnings og ráðningarsamningsbundnum viðbótargreiðslum (yfirborganir) skulu viðbótargreiðslunnar lækka um allt að því jafn há fjárhæð og taxtaviðaukanum nemur. 

Hins vegar má alls ekki lækka umsamdar viðbótargreiðslur skv. kjarasamningum, t.d. afkasta- eða frammistöðutengda bónusgreiðslur. 

Eitt fiskvinnslufyrirtæki hér í bæ telur sig geta lækkað bónusgreiðslur til starfsmanna sinna um allt að jafn háa upphæð og taxtaviðaukanum nemur á þeirri forsendu að um yfirborgun sé um að ræða.  Í umræddu fyrirtæki var gerður skriflegur samningur um sérstakan bónus handa starfsmönnum sem klárlega er tengdur frammistöðu starfsmanna.  Það er því mat formanns félagsins að fyrirtækið hafi alls enga heimild til að lækka bónusgreiðslur til starfsmanna til jafns á við hækkun á taxtaviðaukanum.  Formaður félagsins hefur unnið að lausn á þessari deilu við fyrirtækið á undanförnum dögum og er þokkalega bjartsýnn á að það takist.  Takist það hins vegar ekki þá mun Verkalýðsfélag Akraness vísa málinu til Félagsdóms því hér er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða fyrir umrædda starfsmenn. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image