• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Jun

Niðurskurðurinn hjá HB-Granda hér á Akranesi ætlar engan enda að taka.

Niðurskurðurinn hjá HB-Granda hér á Akranesi ætlar engan enda að taka.  Rétt í þessu var verið að segja tveimur starfsmönnum síldarbræðslunnar upp störfum vegna hagræðingar í rekstri eins og segir í uppsagnarbréfi til starfsmannanna.  Fyrir sameiningu störfuðu um 25 manns í síldarbræðslunni.  Núna er einungis einn starfsmaður eftir, en það er verksmiðjustjórinn. 

Það er alveg orðið óhætt að segja að sameining Haraldar Böðvarssonar við Granda á sínum tíma sé að breytast í martröð fyrir okkur Skagamenn.  Formanni félagsins sýnist fljótt á litið að ekki undir 60 störf hafi tapast frá því HB sameinaðist Granda.  

Það er sorglegt að sjá hvernig störf tengd Haraldi Böðvarssyni, fyrirtæki sem við Skagamenn höfum byggt upp frá árinu 1906, flæða í burtu úr sveitarfélaginu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image