• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
May

Tilkynning frá formanni Verkalýðsfélags Akraness

Í blaðinu Magna sem er blað framsóknarmanna á Akranesi er mynd af formanni Verkalýðsfélags Akraness ásamt formanni starfsmannafélags Akraneskaupstaðar og bæjarstjóranum.  Því miður kemur ekki fram í blaðinu hvert tilefni myndarinnar var en það var vegna þess að framsóknarmenn buðu formanni félagsins á morgunverðafund sem var haldinn vegna baráttudags launafólks 1. maí sl.  

Að sjálfsögðu varð formaður félagsins við þessari beiðni og fór yfir það helsta sem er að gerast í verkalýðsmálum á Akranesi.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness vill að það komi skýrt fram að hann tilheyrir engum stjórnmálaflokki hvorki framsóknarflokknum né öðrum flokkum.  Enda er það mat formannsins að það sé andstætt hagsmunum félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness að formaður félagsins tilheyri einum stjórnmálaflokki, þar sem félagsmenn VLFA koma úr öllum flokkum.

Það er líka mat formannsins að formenn stéttarfélaga eigi ekki að vera í pólitísku amstri fyrir einhvern einn stjórnmálaflokk þar sem félagsmenn stéttarfélaga koma eins og áður sagði úr öllum flokkum.

Eins og áður hefur komið fram þá tilheyrir formaður Verkalýðsfélags Akraness ekki neinum stjórnmálaflokki en vill að sjálfsögðu eiga gott samstarf við alla stjórnmálaflokka og með því er hagsmunum félagsmanna VLFA best borgið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image