• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
May

Starfsmenn SHA nokkuð sáttir

Fundur var haldinn í hádeginu í dag með starfsmönnum Sjúkrahúss Akraness. Á fundinum gerði formaður félagsins starfsmönnum grein fyrir þeim launasamanburði sem honum var falið að vinna. Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni hafa forsvarsmenn SHA kynnt að laun starfsmanna munu hækka frá og með 1. maí um fjóra launaflokka og síðan aftur um 4% þann 1. september. Í samanburðinum kom fram að þegar báðar hækkanirnar verða orðnar að veruleika þann 1. september verði launamunur sem ríkt hefur á milli sambærilegra starfa hjá sveitarfélögunum orðinn nánast enginn.

Starfsmenn voru nokkuð sáttir með að sjá að búið yrði að jafna þennan launamun eins og áður sagði þann 1. september þótt vissulega hefðu starfsmenn viljað sjá allar hækkanirnar koma strax 1. maí. Þó ber þess að gæta að það eru atriði í þessum samanburði sem þarfnast nánari skoðunar og lúta að starfsmönnum í mötuneyti.

Mun formaður hafa samband við forsvarsmenn SHA og fara yfir þau atriði.

Starfsmenn voru sammála því að hverfa frá fyrirhuguðum aðgerðum og vonast til að leiðréttingar þessar komi strax til framkvæmda við næstu útborgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image