• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Apr

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands funduðu með heilbrigðisráðherra í gær

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands gengu á fund heilbrigðisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur í gær. Erindi fundarins var að gera ráðherra grein fyrir þeim vanda sem væri að skapast á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum, en mikil óánægja ríkir meðal þeirra starfsmanna sem eru í SGS og vinna eftir kjarasamningum við ríkið. Launakjör þessara starfsmanna eru mun lakari heldur en hjá þeim sem vinna sambærileg störf hjá sveitarfélögunum.

Þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra beri ekki ábyrgð á kjarasamningum við starfsmenn, ber hann engu að síður pólitíska og faglega ábyrgð á því að hægt sé að halda stofnununum í rekstri. Það verður ekki gert án starfsfólks.

Starfsmenn sjúkrahús Akraness hafa komið  óánægju sinni á framfæri við formann félagsins með launakjör sín og þann mikla launamun sem er á sambærilegum störfum hjá þeim sem starfa hjá sveitafélögunum.  Starfsmennirnir benda réttilega á að  launamunur á milli starfsmanna sem starfa hjá sveitafélögunum og hins vegar ríkinu  getur numið allt að 40 þúsundum króna á mánuði fyrir nákvæmlega sömu störf.  Að sjálfsögðu er þetta algerlega óviðunandi ástand og hefur formaður félagsins nú þegar sett sig í samband við forsvarsmenn SHA.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image