• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Apr

Miklar breytingar fyrirhugaðar á reglugerð sjúkrasjóðsins

Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness mun funda í kvöld ásamt lögmanni félagsins.  En lögmaður félagsins hefur unnið  að gagngerum breytingum á reglugerð sjóðsins.  Það er alveg ljóst að þær breytingar sem gerðar verða á reglugerð sjóðsins munu hafa umtalsverða breytingu fyrir félagsmenn og það til góða.  Sem dæmi má nefna þá gera tillögur sem stjórn sjóðsins er að skoða gera ráð fyrir því að félagsmenn muni eiga rétt á 80% af heildarlaunum sínum þó ekki hærri en 250 þúsund eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda líkur í veikindum.  Þennan rétt getur félagsmaðurinn átt í allt að 120 daga.  Hér er um gríðarlega breytingu að ræða og mikil hagsbót fyrir félagsmenn.  Nánar verður greint frá reglugerðabreytingunum þegar þar liggja allar fyrir hér á heimasíðunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image