• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Apr

Þingfarakaup alþingismanna hefur hækkað tæplega sexfalt umfram lágmarkslaun hjá verkafólki frá árinu 1998

Einstaka þingmönnum og ráðherrum hefur verið tíðrætt um að laun þeirra sem lægstu hafa launin hafi hækkað umtalsvert meira heldur en laun annarra í þessu landi.  Annað sýnir samantekt sem fyrrverandi formaður Hlífar gerði ekki alls fyrir löngu á þingfarakaupi annars vegar og hins vegar á lágmarkslaunum verkafólks.   Þar kemur fram að þingfarakaup þingmanna hafi hækkað frá 1. janúar 1998 til 1. febrúar 2006 um 114%, en lágmarkslaun verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði hækkaði um 70% á sama tímabili.  Mismunur 44%

Þingfarakaup 1998=220.168- 2006=471.427 Hækkun 251.259 Samtals 114% 
Lágmarkslaun 1998=63.399- 2006=108.000 Hækkun 44.601  Samtals 70%

Krónulega séð hefur þingfarakaup alþingismanna hækkað tæplega sexfalt á við lágmarkslaun verkafólks á umræddu tímabili.

Ef lágmarkslaun verkafólks hefðu fengið sömu prósentuhækkanir og þingfarakaupið hefur fengið þá þyrfti að hækka lágmarkslaun um 27.673 krónur og færi uppí 135.673 krónur á mánuði.

Það er með algerum ólíkindum að launamisrétti af þessum toga skuli hafa verið látið viðgangast í þessu litla samfélagi okkar.  Að hlusta svo á einstaka þingmenn og ráðherra tala um að launakjör þeirra lægst launuðustu hafi hækkað umtalsvert meira en önnur laun, þeir eru klárlega ekki að miða við sín eigin laun svo mikið er víst. 

Það væri fróðlegt að fá að vita hvort alþingsmönnum og ráðherrum þessa lands finnist það eðlilegt að laun þeirra skuli hafa hækkað langt umfram lágmarkslaun verkfólks. 

Þingmenn hljóta að vera  tilbúnir að beita sér fyrir því að lágmarkslaun verkafólks fái sömu prósentuhækkanir og þeir sjálfir hafa fengið á liðnum árum. 

Samanburður þessi sýnir enn og aftur hvernig verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði hefur setið skelfilega eftir á liðnum árum.  Það verður að koma til sérstakrar leiðréttingar á launum verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði þegar endurskoðun á kjarasamningunum fer fram í haust.  Ef ekki næst samstaða innan forsendunefndarinnar að leiðrétta kjör þeirra sem  lægstu hafa launin  þá er ekkert annað í stöðinni  en að segja kjarasamningum upp og sækja þá leiðréttingu með fullu afli.   

Það skal sérstaklega tekið fram að hér er einungis gerður samanburður á þeim hækkunum sem Kjaradómur hefur gert á þingfarakaupi alþingismanna, þannig að launahækkanir, styrkir og önnur hlunnindi sem þingmenn hafa náð sér í þar fyrir utan, t.d. með lagasetningum eru ekki inni í þessu dæmum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image