• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Apr

Glæsileg afkoma á rekstri Verkalýðsfélags Akraness á reikningsárinu 2005

Endurskoðandi félagsins fór yfir ársreikninga félagsins með  stjórnum allra sjóða félagsins í gærkveldi.  Það er óhætt að segja að afkoma félagsins sé glæsileg en heildarhagnaður allra sjóða félagsins nemur rúmum 30 milljónum króna.  Hagnaður félagssjóðs nam tæpum 7 milljónum.  Rétt er að minna á að þegar ný stjórn tók við félaginu 19. nóvember 2003 var félagssjóður rekin með tveggja og hálfrar milljóna króna yfirdrætti.  Er því um algeran viðsnúning um að ræða hjá félaginu og hefur peningalega staða félagsins aukist um 57% frá því ný stjórn tók við Verkalýðsfélagi Akraness 19. nóvember 2003.

Í ljósi góðrar afkomu félagsins hefur stjórn sjúkrasjóðs ákveðið að stórauka réttindi félagsmanna hvað varðar réttindi í veikindum.  Breytingar á reglugerð sjóðsins verður kynnt á aðalfundi félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 26. apríl kl. 20:00 að Kirkjubraut 40 3 hæð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image