• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Mar

Óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur óskað eftir formlegum fundi með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness.   Á þessum fundi mun félagið óska eftir endurskoðun á stofnanasamningi í ljósi þeirra hækkana sem orðið hafa á lægstu launum hjá sveitarfélögunum, en verulegur launamunur er orðinn á sambærilegum störfum á milli sveitarfélaga og ríkis.

Í bréfinu til framkvæmdastjóra Sjúkrahús Akraness  er farið fram á að hafnar verði sem allra fyrst viðræður um endurskoðun á gildandi stofnanasamningi milli Verkalýðsfélags Akraness og Heilbrigðisstofnunar Akraness. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjóra stofnunarinnar að hann leiti allra leiða til að hægt verði að nálgast þau launakjör sem nú eru í gildi hjá sveitarfélögunum varðandi sambærileg störf.  Hægt er að lesa bréfið sem sent var forsvarsmönnum SHA í heild sinni með því að smella á meira.

 

 

Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi

bt. skrifstofustjóra

Ásgeir Ásgeirsson

Merkigerði

300Akranes                                                                           Akranesi 1. mars 2006

 

Efni:    Endurskoðun á stofnanasamningi og launabreytingar hjá starfsmönnum              sveitarfélaga

Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var 11.11. 2005 milli Starfsgreinasambandsins og Samninganefndar ríkisins fh. fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á stofnanasamningum sem taka eiga gildi 1. maí nk. Gert er ráð fyrir samkvæmt samkomulaginu að 1.5% af launasummunni verði ráðstafað í þessar breytingar.

Það hefur vart farið fram hjá neinum að sveitarfélögin í landinu hafa verið að hækka laun þeirra sem lægst hafa haft launin og sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að hækka laun þeirra sem starfa við ummönnun, þótt aðrir láglaunahópar hafi líka fengið leiðréttinu. Þetta hefur gerst með samningum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar og svo hafa fylgt í kjölfarið heimildir Launanefndar sveitarfélaga, til sveitarfélaganna, að greiða laun umfram kjarasamninga frá því 29. maí 2005.

Forysta Starfsgreinasambands Íslands hefur á fundi með Samninganefnd ríkisins 3. febrúar sl. vakið athygli á þeim mikla mun sem orðin er á launum starfsmanna ríkisins og starfsmanna sveitarfélaga. Fulltrúar SGS lýstu yfir áhyggjum sínum á þeim fólksflótta sem blasir við úr störfum hjá ríkinu verði ekkert að gert. Fulltrúar fjármálaráðherra vísuðu í heimildir forstöðumanna stofnana til að bregðast við með breytingum á stofnanasamningum og að með samkomulaginu frá 11.11. 2005 hefði verið staðið við samningsákvæðin frá 7. apríl 2004 um samanburð milli hópa.

Með bréfi þessu er farið fram á að hafnar verði sem fyrst viðræður um endurskoðun á gildandi stofnanasamningi milli Verkalýðsfélagsins Akraness og Heilbrigðisstofnunar Akraness. Jafnframt er skorað á framkvæmdastjóra stofnunarinnar að hann leiti allra leiða til að hægt verði að nálgast þau launakjör sem nú eru í gildi hjá sveitarfélögunum varðandi sambærileg störf.

Virðingarfyllst,

________________________

Vilhjálmur Birgisson, formaður

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image