• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Fundað um bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Formaður Verkalýðsfélags Akraness ásamt aðaltrúnaðarmanni Íslenska járnblendifélagsins áttu fund með forstjóra Íj og Þorsteini Hannessyni þróunarstjóra.  Tilefni fundarins var að fara yfir bónuskerfi starfsmanna og þá sér í lagi mælikvarðana í bónuskerfinu.   

Því miður hefur bónusinn  ekki verið að skila þeim ávinningi sem samningsaðilar vonuðust til.  Það er eins og áður hefur komið fram sérstaklega einn þáttur bónussins sem ekki hefur verið að virka sem skyldi og er það hreinsaður málmur.  Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því að mælikvarðarnir yrðu endurskoðaðir í þessum þætti bónussins.  

Niðurstaða fundarins í dag var sú að forsvarsmenn ÍJ telja sig vera búna að átta sig á því hvað veldur því að D liðurinn í nýtingarbónusnum sé ekki að virka. Telja forsvarsmenn Íj einnig að starfsmenn geti lagfært ýmislegt sem myndi leiða það af sér að D liðurinn myndi fara að skila því sem til hans er ætlast.  

Ætla forsvarsmenn Íj mjög fljótlega að funda með starfsmönnum þar sem farið verður yfir hvaða atriði það eru sem starfsmenn þurfa að lagfæra.  Einnig var ákveðið á fundinum að D liðurinn í bónusnum muni ekki gefa undir 0,25% í tvo mánuði meðan reynt er lagfæra þennan þátt bónussins. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image