• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Mar

Ingunn AK landar 2000 þúsund tonnum af kolmunna til bræðslu á Akranesi

Klukkan 10 í morgun lagðist Ingunn AK að bryggju með fullfermi af kolmunna, en skipið tekur rúm 2000 þúsund tonn.  Það er ekki annað hægt en að gleðjast yfir þessum tíðundum þar sem þetta er fyrsti kolmunnaaflin sem landað er hér á Akranesi frá því í desember 2004.  Öllum kolmunnaafla skipa HB Granda var landað á Vopnafirði á árinu 2005.   

Núna er staðan hins vegar  þannig að það er mun styttra fyrir skipin sem eru á kolmunnaveiðum að landa á Akranesi heldur en á Vopnafirði.  Það voru 560 sjómílur til Akranes frá þeim stað sem Ingunnin var að veiðum, en 660 sjómílur til Vopnafjarðar. 

Væntanlega verður öllum Kolmunnaaflanum sem skip fyrirtækisins afla landað á Akranesi alla vega á meðan kolmuninn heldur sig á því svæði sem Ingunn fyllti sig.  

Formaður Verkalýðfélags Akraness byggir það mat sitt á því að forsvarsmenn HB Granda hafa ávallt talað um að hagræðissjónamið séu látin ráða því hvar skip fyrirtækisins landa sínum uppsjávarafla.  

Eins og áður hefur komið fram þá hefur engum kolmunna verðið landað á Akranesi frá því í desember 2004 og hefur það leitt til þess að tekjur starfsmanna síldarbræðslunnar hafa dregist umtalsvert saman á síðasta ári. 

Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu á starfsmannafundi með starfsmönnum bræðslunnar í fyrrasumar að engum kolmunna yrði landað á Akranesi árið 2005 vegna þess að styttra væri af kolmunamiðunum til Vopnafjarðar en til Akraness.

Vonandi munu forsvarsmenn HB Granda hafa sama  sjónarmið að leiðarljósi  þegar ákveðið verður hvar Faxi RE  og Ingunn AK verða látin landa kolmunnaafla sínum á þessari kolmunnavertíð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image