• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Mar

Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir Íslenskunámskeiði í samvinnu við Símenntunarstöð Vesturlands

Verkalýðsfélag Akraness vinnur nú að því í samvinnu við Símenntunarstöð Vesturlands að halda íslensku námskeið fyrir útlendinga- grunnstig II.  Fyrirhugað er að námskeið hefjist 20. mars nk. og mun námskeið fara fram í Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Verkalýðsfélag Akraness finnur gríðarlegan áhuga hjá útlendingum fyrir þessu námskeiði.  Formaður félagsins hefur verið að hafa samband við forsvarsmenn fyrirtækja sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Hafa forsvarsmenn fyrirtækja tekið mjög vel í þetta framtak hjá Verkalýðsfélagi og t.d hafa tvö fyrirtæki ákveðið að senda tíu Pólska starfsmenn sína á þetta námskeið. 

Fyrirhugað er að námskeið sé í 30 kennslustundir og kostnaður verði 26.000 þúsund.  Verkalýðsfélag Akraness vill minna fullgilda félagsmenn á að þeir eiga rétt á styrk frá félaginu sem nemur allt að 75% af námskeiðsgjaldinu.  Þannig að kostnaður fullgilds félagsmanns verður 6.500 krónur.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image