• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Mar

Kolmunni berst til Akraness til bræðslu

Faxi RE 9 landaði hér á Akranesi í gær fullfermi af kolmunna til bræðslu.  Formanni félagsins var tjáð í gær af starfsmönnum síldarbræðslunnar að Ingunn AK væri einnig á leið til Akraness með fullfermi af kolmunna, eða um 2000 tonn.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá var engum kolmunna landað hér á Akranesi í fyrra.  Öllum kolmunna var landað á Vopnafirði.  Núna bregður hins vegar þannig við að mun styttra er af miðunum til Akraness heldur en til Vopnafjarðar.

Það hefur komið fram í máli forsvarsmanna HB Granda að einungis hagræðissjónamið eru látin ráða því hvar skip fyrirtækisins landa sínum afla.  Á þeirri forsendu eru skip fyrirtækisins væntanlega að landa afla sínum hér á Akranesi.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar því að loksins sé kolmunni farinn að berast aftur til bræðslu hér á Akranesi. 

Hér er um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar því tekjur starfsmanna byggjast fyrst og fremst á fjölda vakta sem starfsmenn fá yfir árið.  Verkalýðsfélag Akraness hefur bent á að töluverðir hagsmunir séu í húfi fyrir samfélagið hér á Akranesi hvað varðar löndun á uppsjávarafla, nægir þar að nefna tekjur starfsmanna síldarbræðslunnar og einnig tekjur hafnarinnar.

Í fyrra var gríðarlegur samdráttur á launum starfsmanna vegna þess að engum kolmunna var landað hér á Akranesi, sem leiddi af sér umtalsverða fækkun á vöktum starfsmanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image