• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Mar

Nýir möguleikar á orlofshúsum verða í boði fyrir félagsmenn í sumar !

Nú er undirbúningur fyrir sumarið 2006 í hámarki á skrifstofu félagsins. Félagar eiga von á bæklingi inn um lúguna mjög fljótlega þar sem þeir geta sótt um orlofshús og íbúðir í sumar.

Helstu breytingar í sumar eru þær að bústaðirnir að Hlíð í Hvalfjarðarstrandahreppi og Klifabotni í Lóni detta út og í staðinn koma inn nýir bústaðir sem félagið hefur fengið leigða fyrir félagsmenn.

Í Úthlíð, Biskupstungum verða í boði bústaðirnir Breiðabunga og Stórabunga í nokkrar vikur í sumar. Hægt er að skoða myndir af þeim hér.

Einnig vorum við að fá bústað að Eiðum fyrir austan í leigu. Með honum fylgir bátur og veiðileyfi í Eiðavatni. Þó skal tekið fram að stutt er í sund á Egilstöðum ef veiði bregst. Hér er hægt að lesa lýsingu á þessum bústað.

Í Stykkishólmi er Verkalýðsfélagið áfram með í leigu vel búna íbúð í raðhúsi við Laufásveg. Húsið var byggt 2005 og hafa félagsmenn verið duglegir að nýta íbúðina í vetur. Hér er hægt að skoða myndir frá Stykkishólmi.

Auk nýju bústaðanna verða sem áður bústaðir okkar í Svínadal, Húsafelli, Ölfusborgum, Hraunborgum og íbúðirnar á Akureyri í sumarleigu.

Umsóknir um orlofshúsin þurfa að berast skrifstofu félagsins fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 12. apríl. Þeir sem fá úthlutað, fá það staðfest með bréfi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image