• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Mar

Fullt á íslenskunámskeið sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir!

Í gær hófst íslenskunámskeið fyrir útlendinga sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir í samvinnu við Símenntunarstöð Vesturlands.  Það er skemmst frá því að segja að fullt er á námskeiðið eða 18 manns. 

Flestir koma frá Smellinn og Laugafiski eða 14 einstaklingar.  Námskeiðið kostar 26.600 og fullgildir félagsmenn VLFA fá starfsmenntastyrk sem nemur 75% af námskeiðsgjaldinu.  Bæði Smellinn og Laugafiskur ákváðu að bjóða sínum erlendu starfsmönnum þannig að kostnaður þeirra er enginn og fagnar Verkalýðsfélag Akraness þeirri ákvörðun fyrirtækjanna.

Það er afar mikilvægt að erlendir starfsmenn sem hingað koma til starfa nái einhverjum tökum á íslensku máli til að geta aðlagast íslensku samfélagi.  Það er enginn spurning að þeir útlendingar sem sækja námskeið af þessum toga verða mun betur í stakk búnir að fylgjast með hver réttindi sín eru á íslenskum vinnumarkaði. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image