• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Mar

Fundað með forsvarsmönnum Norðuráls

Formenn stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls funduðu í gær með forsvarsmönnum Norðuráls ásamt aðaltrúnaðarmanni.  En ágreiningur hefur verið um hvernig reikna eigi út ávinnslu orlofs hjá starfsmönnum.  Einnig hefur verið ágreiningur um hvaða þættir eigi að hafa áhrif á bónus starfsmanna. 

Þessi mál voru rædd í gær og í flestum málunum náðist niðurstaða sem báðir samningsaðilar voru ásáttir með.  T.d. varð það að niðurstöðu að vaktavinnumenn sem vinna 14 vaktir á mánuði munu eiga eftirfarandi orlofsrétt hjá fyrirtækinu:

Fyrstu 5 árin,       sumar 14 vaktir og vetrarfrí 10 vaktir

Milli 5 og 10 ár,    sumar 14 vaktir og vetrarfrí 12 vaktir

Eftir 10 ára starf, sumar 14 vaktir og vetrarfrí 13 vaktir  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image