• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ingunn með fullfermi af kolmunna Ingunn Ak með fullfermi af kolmunna
25
Mar

Ingunn með fullfermi af kolmunna

Rétt í þessu var Ingunn Ak að leggjast að bryggju með fullfermi af kolmunna, en skipið tekur rétt rúm 2000 tonn.  Aflinn veiddist á Rockhallsvæðinu.  Ingunn er ekki eina skipið sem kom með kolmunna til bræðslu hér á Akranesi í dag því færeyska skipið Norðvík landaði fyrr um daginn vel á annað þúsund tonnum. 

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu mikið er um að vera í síldarbræðslunni  þessa daganna, en engum kolmunna var landað á Akranesi í fyrra.  Það leiddi af sér verulegan samdrátt á launum starfsmanna síldarbræðslunnar, og eðlilega er hljóðið mun betra í bræðslukörlunum núna heldur en á sama tíma í fyrra.

Formaður félagsins fór og tók nokkra skipverja á Ingunni tali þegar þeir lögðust að bryggju í dag.  Flestir skipverjarnir á Ingunni tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness.  Hljóðið í skipverjum var bara nokkuð gott.  Fram kom hjá skipverjum að það væri mun þægilegra að landa aflanum í heimahöfn með því ná skipverjarnir örlitlu samneyti með sínum fjölskyldum, rétt á meðan landað er úr skipinu en það tekur um 20 tíma.   Einnig kom fram hjá skipverjunum að töluvert væri af kolmunna á svæðinu og vel hafi gengið að fylla skipið.   Sigling á miðin er nokkuð löng en hún tekur um tvo sólahringa

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image