• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Mar

Gengið frá samkomulagi um fría læknisþjónustu fyrir félagsmenn VLFA sem starfa á sjúkrahúsi Akraness

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gekk frá samkomulagi við forsvarsmenn sjúkrahús Akraness í gær.  Félagsmenn VLFA sem starfa á sjúkrahúsi Akraness munu eiga rétt á endurgreiðslu ef þeir þurfa að nýta sér læknisþjónustu sem veitt er innan stofnunarinnar.

Í þessu  samkomulagi sem undirritað var í gær er verið að skerpa á fyrra samkomulagi sem starfsmenn höfðu.  Einnig er verið að fjölga þeirri læknisþjónustu sem SHA mun endurgreiða fyrir ef starfsmenn þurfa á henni að halda.

Hægt er að lesa samkomulagið með því að smella á meira. 

Samkomulag milli Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi - SHA, Merkigerði 9 Akranesi og Verkalýðsfélags Akraness - VLFA, Sunnubraut 13 Akranesi um læknisþjónustu.

 

1. grein.

 

Þeir starfsmenn sem voru í starfi fyrir gildistöku samnings sem gerður var á milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Verkalýðsfélags Akraness og undirritaður var 4.apríl 2004 eiga rétt á endurgreiðslu vegna læknisþjónustu sem veitt er innan stofnunarinnar.  Er hér átt við þá læknisþjónustu sem tilgeind er í 2. grein samkomulagsins og samræmist ákvæðum kjarasamnings.  Samkomulag þetta haldist til og með 31.03 2008 en falli þá niður.

Í grein 6.1 um laun í veikindum segir m.a.:

2. grein.

 

Með samkomulagi þessu fellst SHA á að endurgreiða starfsmönnum innan VLFA útlagðan kostnað þeirra vegna læknisþjónustu sem hér tilgreinir, svo fremi sem ákvæði 1. greinar samkomulagsins sé uppfyllt.

            Viðtöl og skoðanir hjá sérfræðilæknum sjúkrahússins.

            Viðtöl og skoðanir hjá heilsugæslulæknum heilsugæslustöðvarinnar.

            Aðgerðir hjá sérfræðilæknum sjúkrahússins.

Valaðgerðir starfsmanna og lýtalækningar eru undanskilin samkomulagi    þessu.

Komugjöld á Rannsóknadeild, Röntgendeild og Slysastofu.

 

Samkomulagið nær til þeirra lækna sem eru í starfi hjá SHA og leigja ekki út aðstöðu fyrir sjálfstæða starfsemi og læknisþjónustu, heldur sinna göngudeildarþjónustu sem starfsmenn SHA (sjá fylgiskjal).    

3. grein.

 

Aðilar samkomulagsins eru sammála um að endurgreiðslur taki mið af gildistíma samkomulags þessa.

 

4. grein.

 

Gildistími samkomulags þessa er frá 27. mars 2006 og gildir til og með 31. mars 2008. 

 

 

Akranesi, 27 mars 200         

Guðjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA  Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA

 

 

 

Fylgiskjal með samkomulagi á milli SHA og VLFA um endurgreiðslu á lækisþjónustu frá 27. mars 2006.

 

Eftirtaldir læknar eru í starfi  hjá SHA þann 27. mars 2006 án þess að leigja út aðstöðu fyrir sjálfstæða starfsemi og læknisþjónustu, sinna göngudeildarþjónustu sem starfsmenn SHA.  Það er stefna SHA að allir læknar muni sinna læknis- og gögnudeildarþjónustu í nafni stofnunarinnar.

 

Sjúkrahús.

                        Stefán J. Helgason                    Fæðingar- og kvensjúkdómar.

                        Þorkell Guðbrandsson                Lyflækningar – hjartasjúkdómar.

                        Jón Atli Árnason                       Lyflækningar – gigtarsjúkdómar.

                        Atli Einarsson                            Lyflækningar – hjartasjúkdómar.

                        Ólafur Þór Gunnarsson              Lyflækningar – öldrunarlækningar.

                        Þorvaldur Magnússon                Lyflækningar – nýrnasjúkdómar.

           

Heilsugæsla.

                        Reynir Þorsteinsson                   Heilsugæsla.

                        Þórir Þórhallsson                       Heilsugæsla.

                        Guðbjörn  Ó. Björnsson             Heilsugæsla.

(á við alla starfandi lækna heilsugæslustöðvar)

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image