• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Feb

Bæjarráð Akraneskaupstaðar ætlar að nýta sér heimild Launanefndar sveitafélaganna til að hækka laun þeirra lægst launuðu til fullnustu

Rétt í þessu var að ljúka fundi sem formaður félagsins átti með bæjarráði Akraneskaupstaðar.  En eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá var Verkalýðsfélag Akraness búið að gera kröfu um að launakjör starfsmanna Akraneskaupstaðar yrðu samræmd kjarasamningi sem Efling gerði við Reykjavíkurborg.  Á fundinum rétt áðan var bæjarráð að svara kröfu félagsins.  Það er skemmst frá því að segja að bæjarráð ætlar að nýta sér heimild launanefndar sveitarfélagana til fullnustu.  Sem þýðir að launakjör þeirra sem lægstu hafa launin hækka um allt að 12%.  Verkalýðsfélag Akraness fagnar innilega þessari niðurstöðu hjá bæjarráði.  

Nú verður að beita miklum þrýstingi á Samtök atvinnulífsins og ríkið um að hækka laun þeirra sem lægstu hafa launin á almenna markaðinum og hjá ríkinu.  Sú hækkun verður að vera með sambærilegum hætti og sveitafélögin eru að gera þessa stundina.   Þeir sem eru á lægstu töxtunum og starfa á hinum almenna vinnumarkaði eru að fá allt að 20% minni launahækkanir á samningstímanum heldur en þeir sem starfa hjá sveitarfélögunum og voru að fá lagfæringu á sínum launum. 

Við það getur verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði alls ekki sætt sig við.  Núna verður verkalýðshreyfingin að knýja Samtök atvinnulífsins og ríkið til að lagfæra launakjör þeirra sem allra lægstu launin hafa og það með öllum tiltækum ráðum sem til eru.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image