• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Feb

Mjög góður kynningarfundur um lesblindu var haldinn á vegum Verkalýðsfélags Akraness

Opinn kynningarfundur sem Verkalýðsfélag Akraness stóð fyrir  um árangursríka aðferð til að takast á við lesblindu var haldinn miðvikudaginn 8. febrúar og tókst mjög vel í alla staði.  Vel á þriðja tug manna sóttu fundinn og hlýddu á þær Erlu Olgeirsdóttur og Ástu Guðmundsdóttur Davis ráðgjafa fara yfir hvernig hægt er að hjálpa fólki sem er lesblint með Davis aðferðinni.

Fundarmönnum var boðið að skrá sig í greiningarviðtal þar sem kannað er hvort Davis aðferðin henti viðkomandi einstaklingi.  Þó nokkrir skráðu sig í greiningarviðtal á fundinum.   Í greiningarviðtali kemur í ljós hvort Davis aðferðin hentar viðkomandi.  Ef Davis ráðgjafar telja að Davis aðferðin henti þá er hægt að fara í Davis leiðréttingu.

Þær Erla og Ásta fóru mjög vel yfir hvernig Davis leiðrétting fer fram.  Hún felst í 30 klst. vinnu maður á mann, sem oftast er dreift yfir 5 daga í röð.  Þá hefur viðkomandi fengið í hendurnar þau tæki sem hann þarf til að leiðrétta lesblinduna og finnur strax greinilega breytingu.  Að 5 daga leiðréttingu lokinni þarf um 80 klukkustunda heimavinnu á 1-2 árum, til að tryggja þann árangur sem náðst hefur og leiðrétta lesblinduna til fulls.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness vill minna fullgilda félagsmenn á að starfmenntasjóður félagsins veitir styrk til þeirra sem fara í Davis leiðréttingu og einnig fyrir þá sem fara í greiningarviðtal hjá Davis ráðgjafa. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image