• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Feb

Umtalsverð hækkun á starfsmenntastyrkum Landsmenntar og Sjómenntar

Stjórn Landsmenntar ákvað á stjórnarfundi 13. febrúar sl. að hækka einstaklingsstyrki sjóðsins. Hækkunin tekur gildi f.o.m. 1. janúar 2006. Þetta þýðir að það sem búið er að greiða af styrkjum vegna ársins 2006 þarf að leiðrétta m.t.t. hækkunarinnar.

Hækkunin er sem hér segir: Greitt er að hámarki kr. 44.000.- (var áður 35.000.-), aldrei er þó greitt meira en sem nemur 75% af námskostnaði.
Styrkur vegna aukinna ökuréttinda hækkar í kr. 81.000.-(var kr. 42.500.-) og getur viðkomandi einstaklingur einungis fengið þennan styrk einu sinni.
Þá hækka styrkir vegna tómstundanámskeiða í hámark kr.15.000.-  (var kr. 12.000.-) og er endurgreiðsla vegna þeirra 50% af kostnaði eins og áður var.
Styrkir vegna tómstundanámskeiða dragast jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs kr. 44.000.-
Viðmiðunargjald félagsgjalda hækkar í kr. 13.300.- (var kr. 12.400.-)

Verkalýðsfélag Akraness hvetur félagsmenn sína til að nýtta sér þessa styrki eins og kostur er.  Endilega hafi þið samband við skrifstofu félagsins ef þið þurfið nánari upplýsingar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image