• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Loksins landað uppsjávarafla á Akranesi ! Víkingur Ak landaði 1400 tonnum á Akranesi
17
Feb

Loksins landað uppsjávarafla á Akranesi !

Loðna hefur loksins borist til Akraness eftir langa bið.   Víkingur Ak er þessa stundina að landa um 1400 tonnum.  Formaður félagsins fór og hitti starfsmenn síldarbræðslunnar áðan.   Reiknuðu starfsmennirnir með Svanurinn myndi jafnvel landa líka hér á Akranesi í kvöld eða á morgun og væri Svanurinn með um 800 tonn.  Þannig að það ætti að geta orðið bræðsla í verksmiðjunni í nokkra daga sem er gleðiefni fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar.  Tekjur starfsmanna bræðslunnar hafa dregist verulega saman í kjölfar þess að nánast engum uppsjávarafla hefur verið landað í verksmiðjunni í heilt ár. 

Síðast var brædd í síldarverksmiðjunni hér á Akranesi 15. mars 2005 og því er mikið fagnaðarefni að loksins hafi verið tekin ákvörðun um að landa uppsjáfarafla hér á Akranesi.  Síldarbræðslan á Akranesi er ein fullkomnasta verksmiðjan á landinu, en það voru gerðar gríðarlegar breytingar á verksmiðjunni fyrir nokkrum árum síðan.

Eins og fram kom hér á heimsíðunni fyrir ca. tveimur vikum þá hafa eigendur HB Granda tekið ákvörðun um leggja aflaskipinu Víkingi Ak 100 eftir núverandi loðuvertíð, og verður skipinu lagt  a.m.k fram í janúar á næsta ári. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image