• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Búið að landa um 3.500 tonnum til bræðslu á Akranesi á yfirstandandi loðnuvertíð Síldar og fiskimjölsverksmiðjan hjá HB Granda á Akranesi
20
Feb

Búið að landa um 3.500 tonnum til bræðslu á Akranesi á yfirstandandi loðnuvertíð

Búið er að landa um 3.500 tonnum til síldarbræðslunnar hér á Akranesi.  Það verður að teljast afar rýrt miðað við að loðnuvertíðinni fer senn að ljúka.  Aðalskýringin á því hversu lítið hefur verið landað á Akranesi er eflaust að leita í því hversu litlum kvóta hefur verið  úthlutað.

Þessa stundina er verið að landa upp úr Sunnubergi NS 70 en Sunnubergið er með um 1.100 tonn af loðnu.  Til stendur að megnið af þeim afla fari í hrognatöku. 

Föstudaginn 17. febrúar var sagt frá því á heimasíðu HB Granda að það virðist vera loðna á stóru svæði meðfram Suðurlandi. 

 Einnig kom fram á heimasíðunni að  miðað við núverandi úthlutun aflaheimilda í loðnu mega skip HB Granda einungis fara tvo fullfermistúra í viðbót.  Hins vegar standa vonir til að rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson nái nógu góðum mælingum til þess að hægt verði að gefa út viðbótarkvóta. 

Verkalýðsfélag Akraness tekur heilshugar undir vonir forsvarsmanna HB Granda um aukningu á loðnukvótanum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image