• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Feb

Tvískiptar vaktir settar á hjá lifrabræðslufyrirtækinu Jóni Þorsteinssyni ehf.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var með vinnustaðafund í fyrirtækinu hjá Jóni Þorsteinssyni ehf. en þar starfa um 22 starfsmenn.  Vinnslan hjá fyrirtækinu byggist aðallega upp á lifrarbræðslu. 

Formaðurinn fékk þó nokkrar spurningar frá starfsmönnum um kaup og kjör.  Einnig var töluvert spurt um hvernig fyrirkomulagi skuli háttað þegar vaktir eru settar á í fiskvinnslu og fór formaður ítarlega yfir þann þátt.  

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið í samráði við stéttarfélagið og starfsmenn að setja á tvískiptar vaktir í fyrirtækinu yfir hávertíðina.  Við það þarf að fjölga starfsmönnum, hversu mikið liggur ekki alveg fyrir þessa stundina.

Fyrirtækið Jón Þorsteinsson ehf. er eitt af þeim fyrirtækum hér á Akranesi sem hefur vaxið þó nokkuð á síðustu árum og starfsmönnum hefur verið að fjölga í samræmi við aukninguna á starfsemi fyrirtækisins.

Fyrirtækið Jón Þorsteinsson ehf. er annað fyrirtækið sem formaður félagsins heimsækir í þessari viku en starfsmenn síldarbræðslunnar voru heimsóttir á miðvikudaginn var. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image