• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Feb

Fundað verður um mælikvarðana í bónuskerfi Íslenska járnblendifélagsins á föstudaginn kemur

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í síðustu viku þá hefur Verkalýðsfélag Akraness óskað eftir formlegum fundi með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins.   Tilefni fundarins er að fara yfir mælikvarðana í hinu nýja bónuskerfi.  Því miður hefur bónuskerfið ekki verið að skila þeim ávinningi sem samningsaðilar vonuðust til þegar gengið var frá nýjum samningi.

það er sérstaklega einn þáttur í bónusnum sem ekki hefur verið að virka sem skildi, en það er hittni í málhreinsun. Sá þáttur í bónusnum á að geta gefið starfsmönnum allt að 1,5% á mánuði.  Þessi þáttur hefur hins vegar ekki skilað starfsmönnum neinum ávinningi til þessa og er það algerlega óviðunandi.  Það er mat félagsins að mælikvarðinn í þessum tiltekna þætti bónussins sé einfaldlega of hár.

Forsvarsmenn Íj hafa orðið við beiðni félagsins um fund og ákveðið hefur verið að fundurinn verði  föstudaginn 3. mars kl 09.00

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image