• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Jan

Formaður félagsins fór í hefðbundna eftirlitsferð um stækkunarsvæði Norðuráls í morgun

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fór í hefðbundna eftirlitsferð inn á stækkunarsvæði Norðuráls í morgun.  Eftirlitið lítur m.a að aðbúnaði og kjörum erlendra starfsmanna sem starfa við stækkun Norðuráls.   

Það sem kannað var í morgun lítur að hóp erlendra starfsmanna sem koma frá Slóvakíu og munu vinna við niðursetningu á ofnum í Skautsmiðjunni. 

Formaður félagsins fékk allar þær upplýsingar sem óskað var eftir hjá verktakanum sem sér um verkið og er það afar ánægjulegt þegar verktakar eru jafn samvinnufúsir eins reyndist í morgun.  En ekkert bendir til annars en aðbúnaður og kjör Slóvakana séu í samræmi við íslenska kjarasamninga.

Eigendur Norðuráls funduðu með Verkalýðsfélagi Akraness fyrir jól um málefni erlends vinnuafls á stækkunarsvæði Norðuráls.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum Norðuráls á þeim fundi að ekki yrði liðið að verkatakar myndu hunsa þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. 

Þessi afstaða eiganda Norðuráls hefur gert það að verkum að verktakar sem vinna við stækkun Norðuráls reyna eftir fremsta megni að hafa hlutina í lagi.  Það er allavega mat formanns félagsins eftir eftirlitsferðina í morgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image