• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Jan

Verulegur launamunur á milli starfsmanna Reykjavíkurborgar og starfsmanna Akraneskaupstaðar fyrir sambærileg störf !

Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið áfram að bera saman kjör starfsmanna Reykjavíkurborgar sem vinna eftir nýgerðum  kjarasamningi Eflingar og starfsmanna Akraneskaupstaðar en þeir vinna eftir kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga.

Það er verulega sláandi þegar rýnt er í samanburð á launatöxtum þessara tveggja sveitafélaga, en í þessum samanburði er um að ræða mjög sambærileg störf.  Hér á heimsíðunni var bent á launamun almennra verkamanna og skólaliða og var launamunurinn hjá verkamönnum 9.2% og skólaliðum 12.5%

Verkalýðsfélag Akraness hefur nú borið saman launamun þeirra starfsmanna sem starfa við heimaþjónustu, flokkstjórn við bæjarframkvæmdir, Matráð (yfirmaður) og ræstingu.  Launamunurinn milli starfsmanna Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar fyrir áðurnefnd störf er eftirfarandi:

Heimaþjónusta I Rvk. 136.599 Akrn 109.355 mism 24.9%

Heimaþjónusta II Rvk. 147.177 Akrn 130.748 mism 12.5%

Heimaþjónusta III Rvk. 156.208 Akrn 134.700 mism 16%

Verkamaður(flokkstjóri) Rvk 163.344 Akrn 128.816 mism 26%

Matráður(yfirmaður) Rvk 163.344 Akrn 151.738 mism 7.6%

Aðstoðarmaður í eldhúsi Rvk 119.485 Akrn 107.740 mism 11%

Ræsting Rvk 117.720 Akrn 107.740 mism 9.2 %

Eins og sést á þessari samantekt á launkjörum starfmanna Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar er verulegur launamunur sem Verkalýðsfélag Akraness á verulega erfitt með að sætta sig við og vart hægt að láta átölulaust.

Félagið bíður eftir viðbrögðum bæjarráðs vegna bréfs sem félagið sendi inn þar sem óskað var eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda á þeim mikla launamun sem orðin er á milli Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar.  Erindi félagsins var tekið fyrir á bæjarráðsfundi í gær. 

Formaður Eflingar Sigurður Bessason hefur hælt Steinunni Valdísi borgarstjóra í hástert  fyrir það að hækka laun þeirra sem hafa lægstu launin og undir það tekur formaður Verkalýðsfélags Akraness.  Mættu önnur sveitafélög fara að fordæmi Reykjavíkurborgar, hvað það varðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image