• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ætla Samtök atvinnulífsins virkilega ekki að fylgja fordæmi launanefndar sveitafélaga og hækka lægstu launin? Kjör þessa fiskvinnslufólks verður að laga
30
Jan

Ætla Samtök atvinnulífsins virkilega ekki að fylgja fordæmi launanefndar sveitafélaga og hækka lægstu launin?

Launanefnd sveitarfélaga hefur gefið sveitarfélögunum heimild  um að hækka laun þeirra sem lægstu hafa launin.  Hér er verið að tala um allt að 12% hækkun fyrir umrædda hópa. 

Verkalýðsfélag Akraness fagnar innilega þessari ákvörðun launanefndarinnar og margir telja að nú sé að verða þjóðarsátt um að hækka laun þeirra sem hvað lægstu launin hafa.

Nei því miður virðist alls ekki vera svo ef marka má viðbrögð Hannesar G Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í fjölmiðlum í dag.  En þar segir hann að það sé ekkert tilefni til að endurskoða kjarasamninga á almenna markaðinum með sambærilegum hætti og launanefnd sveitarfélaga gerði.

Verkalýðsfélag Akraness hefur verið að benda á undanförnum vikum hvernig verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði fór skelfilega illa útúr sínum kjarasamningi og fékk langtum minna   úr sínum samningi heldur en allir aðrir hópar.

Skoðum muninn á milli kjarasamningsins á almenna vinnumarkaðnum og kjarasamningum sem gerður var við sveitafélögin.  En hér er um töluverðan mun að ræða

Kostnaðarmat á kjarasamningum sem Starfsgreinasambandið gerði við launanefnd sveitarfélagana var 24% á samningstímanum og nú hefur verið bætt í samning fyrir þá lægst launuðu sem nemur allt að 12%. 

Kjarasamningurinn sem Starfsgreinasambandið gerði við  Samtök atvinnulífsins og gildir fyrir verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði gaf einungis 15,8%

Með öðrum orðum þá er ófaglært verkafólk sem er á lægstu töxtunum og starfar hjá sveitarfélögunum að fá 20% hærri kauphækkanir á samningstímanum heldur en verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði.

Tökum eitt dæmi um þau skelfilegu kjör sem fiskvinnslufólk býr við.  Sérhæfður fiskvinnslumaður sem er með 7 ára starfsreynslu hjá sama atvinnurekanda fær í grunlaun 117.653 á mánuði.  Það eru þessu láglaunastörf á almenna vinnumarkaðinum sem verður að lagfæra með sambærilegum hætti og launanefnd sveitarfélaga er að gera hjá sveitarfélögunum.  Verkalýðshreyfingin getur alls ekki sætt sig við neitt annað.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image