• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nefnd skipuð til að fara yfir einstaka þætti í bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga
31
Jan

Nefnd skipuð til að fara yfir einstaka þætti í bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Í gær var haldinn fundur vegna bónuskerfis starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins.  En nýtt bónuskerfi var tekið upp samhliða nýjum kjarasamningi á síðastliðnu ári.  Nokkur vonbrigði hafa verið með hið nýja bónuskerfi og hefur bónusinn alls ekki verið að skila þeim ávinningi sem samningsaðilar vonuðust til.

Reiknað var með að í janúar 2006 væri bónuskerfið  farið að gefa um 80% af því sem bónusinn getur gefið, en hámarkið er 7%.  Því miður hefur það ekki gengið eftir. 

Þeir sem sátu þennan fund í gær voru Ingimundur Birnir forstjóri, aðaltrúnaðarmaður, trúnaðartengiliðir, og formaður Verkalýðsfélags Akraness. 

Ákveðið var að skipa nefnd sem verður skipuð að stæðustum hluta af starfsmönnum og verður hlutverk  nefndarinnar að skoða hvað veldur því að bónuskerfið er ekki að virka sem skildi.

Því er ei að neita að Verkalýðsfélag Akraness hefur vissar áhyggjur af því að mælistikurnar í einum þættum í nýtingarbónusnum séu einfaldlega of háar og meðan svo sé mun sá þáttur ekki skila þeim ávinningi til starfsmanna eins og reiknað var með.  Væntanlega mun nefndin skoða það mál alveg sérstaklega.  Áætlað er að nefndin skili niðurstöðum fyrir febrúarlok.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image