• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Dec

Fyrirtækið Geca tekið til gjaldþrotaskipta !

Óskað hefur verið eftir að fyrirtækið Geca ehf verði tekið til gjaldþrotaskipta.  Það eru 6 félagsmenn VLFA sem starfa hjá Geca og hafa þeir verið í nánu sambandi við stéttarfélagið á undanförnum dögum vegna þessa.  Starfsmennirnir fengu ekki greidd laun nú um mánaðarmótin vegna þeirra fjárhagsvandræða sem fyrirtækið er komið í.  Verkalýðsfélag Akraness mun gæta að hagsmunum starfsmannanna eins og kostur er og mun félagið tb. sjá um að gera launakröfu fyrir alla starfsmennina sem send verður til skiptastjóra.  Verkalýðsfélag Akraness er að skoða með hvaða hætti félagið getur létt undir með þeim félagsmönnum sem störfuðu hjá Geca.  Það er jú skelfilegt fyrir starfsmennina að lenda í því að fá ekki laun sín greidd og það í sjálfum jólamánuðnum.  Það munu líða 6 til 8 mánuðir þar til ábyrgðasjóður launa greiðir starfsmönnum þau vangreiddu laun sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu.  Eins og áður sagði þá mun stéttarfélagið leita allra leiða til að aðstoða okkar félagsmenn.  Til þess eru jú stéttarfélögin. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image