• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Dec

Jóla- trúnaðarráðsfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn í gærkveldi

Jóla- trúnaðarráðsfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn í gærkveldi.  Mjög góð mæting var á fundinum í gær.  Það gladdi fulltrúa trúnaðarráðs að sjá að heiðursfélagarnir  Bjarnfríður Leósdóttir fv. varaformaður félagsins og  Herdís Ólafsdóttir (fædd 1911)   fv. formaður og ritari kvennadeildarinnar skyldu sjá sér fært að mæta.   

Formaður félagsins fór yfir það helsta sem gerst hefur á liðnu starfsári.  

Sagði formaður félagsins að það væri afar sorglegt að sjá hvernig almennt verkafólk hefði farið útúr sínum kjarasamningi.  Enn og aftur sömdu flest allar starfsstéttir um mun meira heldur almenni markaðurinn.  Og alltaf er ætlast til að verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði taki hóflegar kauphækkanir og semji til langs tíma, með það að markamiði að stöðugleikanum sé viðhaldið.  Einnig sagði formaðurinn að það væri orðið löngu tímabært að fleiri en verkafólk axli  ábyrgðina við að viðhalda stöðugleikanum í þessu landi.

Bjarnfríður Leósdóttir fv varaformaður og baráttu kona með meiru kvaddi sér hljóðs á fundinum í gær.  Vildi hún þakka stjórn félagsins kærlega fyrir frábært starf á þeim tveimur árum sem hún hefur stjórnað félaginu.  Bað hún stjórn félagsins að halda áfram á þeirri braut sem hún hefur verið Verkalýðsfélagi Akraness til heilla.

Að lokum var boðið uppá veitingar í boði félagsins 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image