• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Nov

Verkalýðsfélögin og Norðurál ætla að kanna hvort þeir verktakar sem vinna að stækkun Norðuráls séu ekki að fara eftir lögum og reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði !

Eins og fram hefur komið á heimasíðu félagsins þá óskuðu forsvarsmenn Norðuráls eftir að funda með Verkalýðsfélagi Akraness og öðrum félögum sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls.  Forsvarsmenn Norðuráls vildu upplýsa stéttarfélögin um að fyrirtækið krefjist þess að verktakar sem vinni að stækkun álversins fylgi í einu og öllu lögum og reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði, enda komi þessi krafa skýrt fram í samningum Norðuráls við verktaka sína. Á fundinum kom fram að Norðurál líti það mjög alvarlegum augum ef þeir verktakar sem vinna við stækkun álversins fylgi ekki þessum samningum. Norðurál gaf jafnframt út þá yfirlýsingu að þeir muni, að gefnu tilefni, afla frekari gagna hjá verktökum sínum um þá erlendu starfsmenn sem vinni að stækkun álversins. Formenn stéttarfélaganna og forsvarsmenn Norðuráls munu funda aftur fljótlega til að fara betur yfir málin. 

Verkalýðsfélag Akraness vill taka ofan af fyrir forsvarsmönnum Norðuráls í þessu máli og skorar á aðra vinnuveitendur að taka þá sér til fyrirmyndar í þessu efni.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image