• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Nov

Pólsku starfsmennirnir sem hingað komu til starfa á vegum starfsmannaleigunnar 2b hafa verið ráðnir í beint ráðningarsamband við Ístak !

Ístak hf. hefur fengið atvinnuleyfi fyrir pólverjana 14 sem starfað hafa án atvinnuleyfa á Grundartanga á vegum starfsmannaleigunnar 2B.  Vinnumálastofnun samþykkti atvinnuleyfin frá sér dag.  Því er það orðið ljóst að pólverjarnir 14 eru ekki lengur að starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar 2b.  Ístak og Verkalýðsfélag Akraness hafa í sameiningu unnið að því finna farsæla lausn á málefnum pólsku starfsmannanna og hefur það nú loksins tekist.  Þessi leið sem nú er farinn er sú sama og þegar Verkalýðsfélag Akraness leysti mál pólverjanna 5 sem starfa hjá Spútnik bátum á Akranesi.  Verkalýðsfélag Akraness fagnar innilega því að farsæl lausn hefur fundist á þessari deilu og ljóst að sú mikla óvissa sem pólsku starfsmennirnir hafa búið við að undanförnu hefur verið eytt með þessu samkomulagi.  Einnig er það mat félagsins að hagsmunum og starfsöryggi pólsku starfsmannanna séu mun betur tryggðir nú eftir að þeir urðu launþegar hjá Ístaki.  Eins og marg oft hefur komið fram kærði Verkalýðsfélag Akraness og Félag iðn og tæknigreina meint lögbrot starfsmannaleigunnar 2B til Sýslumannsins í Borgarnesi, nú hafa félögin hins vegar ákveðið að falla frá kærunni þar sem farsæl lausn er komin í málinu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image