• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Nov

Víðtæk rannsókn hófst í morgun á fyrirtæki á Akranesi sem er með erlenda starfsmenn í vinnu !

Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því við lögregluna á Akranesi að hefja rannsókn á fyrirtæki sem hefur erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.  Erlendu starfsmennirnir sem umræðir koma frá Litháen og hafa starfað hér um all langt skeið.  Stéttarfélagið hefur rökstuddan grun um að hluti starfsmannanna séu að starfa hér án atvinnuleyfa og einnig hefur félagið grundsemdir um að starfsmönnunum sé greidd laun langt undir þeim ráðningarsamningum sem atvinnuleyfin voru veitt út á.  Víðtæk rannsókn lögreglunar á Akranesi hófst í morgun og mun halda áfram strax í fyrramálið.  Verkalýðsfélag Akraness getur ekki tjáð sig ítarlega um málið að svo stöddu  þar sem rannsóknin er á frumstigi, en margt bendir til að málefni þessa fyrirtækis séu langt í frá að vera í lagi.  Verkalýðsfélag Akraness getur ekki annað en hrósað lögreglunni á Akranesi fyrir skjót viðbrögð í þessu máli. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image