• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Nov

Formaður félagsins fundaði með Litháunum sem starfa hjá fyrirtækinu sem sætir rannsókn lögreglu

Formaður Verkalýðfélags Akraness fundaði með erlendu starfsmönnunum sem starfa hjá fyrirtækinu sem sætir rannsókn lögreglu vegna gruns um brot á atvinnuréttindum útlendinga.  Fundurinn var á fimmtudaginn sl,   túlkur kom formanni félagsins til aðstoðar en erlendu starfsmennirnir koma allir frá Litháen.  Verklýðsfélag Akraness óskaði eftir því við lögregluna á Akranesi að hún rannsakaði hvort allir starfsmennirnir væru með tilskilin leyfi til að starfa hér á landi, en félagið hafði vísbendingar um að nokkrir væru ekki með atvinnuleyfi.   Einnig hafði félagið mjög svo sterkar grunsemdir um að ekki væri verið að greiða starfsmönnum laun samkvæmt þeim ráðningarsamningum sem lagðir voru fram með umsóknum um atvinnuleyfi fyrir  starfsmennina.  Fundurinn með erlendu starfsmönnum var afar gagnlegur og er félagið að vinna úrúr þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum.  Fram kom í máli starfsmannanna að þeir hafa tb. ekki séð launaseðil frá því þeir hófu störf hér á landi, en sumir erlendu starfsmannanna hafa starfað hér í þó nokkur ár.    Einnig kom fram hjá hjá Litháunum að mjög mikil vinna hafi verið síðustu þrjá til fjóra mánuði og hefur komið fyrir að nokkrir starfsmenn hafi unnið yfir 300 vinnustundir á mánuði.  Verkalýðsfélag Akraness telur að miðað við þau gögn og þær upplýsingar sem liggja fyrir sýni  klárlega að  töluvert vanti upp á að Litháunum sé greidd laun eins og ráðningarsamningur mannanna kveði á um.  Jafnvel sem nemur tvö til þrjú hundruð þúsund krónur á einum mánuði hjá einstaka starfsmanni.  Eitt er víst að Verkalýðsfélag Akraness mun fylgja þessu máli eftir af fullum þunga.  Væntanlega munu mál Litháana skýrast endanlega í næstu viku. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image