• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Nov

Verkalýðsfélag Akraness mun leggja fyrir félagsmálanefnd Alþingis tillögur um breytingar á lögum um starfsmannaleigur

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var boðaður á fund félagsmálanefndar Alþingis í morgun.  Vildu nefndarþingmenn fá álit og afstöðu stéttarfélagsins til nýs frumvarps um starfsmannaleigur.  Formaður gerði félagsmálanefnd grein fyrir þeim málum sem félagið hefur verið að vinna að undanförnu og lítur að brotum á erlendu vinnuafli.  Einnig gerði formaður félagsins félagsmálanefnd Alþingis grein fyrir þeim atriðum í frumvarpinu sem Verkalýðsfélag Akraness er ósátt við.  Það eru aðallega þrjú atriði sem félagið myndi vilja sjá breytingu á.  Mun Verkalýðsfélag Akraness skila inn til félagsmálanefndar fyrir laugardag tillögum um breytingar á lögum um starfsmannaleigur.  Þau atriði í frumvarpinu sem félagið vill sjá breytingar á eru eftirfarandi:

  1. Starfskjör. Verkalýðsfélag Akraness vill sjá breytingu á lögum nr. 54/2001 Um starfskjör 3.gr. í 1. tölulið. 1. mgr. komi:  Kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði gildi fyrir starfsmenn sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja.  Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir er þetta ekki tryggt að öllu leiti og vantar þar töluvert upp á.
  2. Eftirlit.  Verkalýðsfélag Akraness vill sjá breytingu á 9.gr og 10. gr sem hefur með eftirlit með lögum um starfsmannaleigur sé framfyllt.  Í frumvarpinu er talað um að eftirlitið sem alfarið hjá Vinnumálastofnun og að Vinnumálastofnun sé óheimilt að láta öðrum í té upplýsingar.  Verkalýðsfélag Akraness telur að öruggasta leiðin til að tryggja að löggjöf er varðar starfskjör launafólks verði farmfylgt sé að fela stéttarfélögunum hlutdeild í nauðsynlegu eftirliti.  Verkalýðsfélag Akraness sér alls ekki hvernig Vinnumálastofnun getur sinnt þessu eftirlitshlutverki svo vel sé, þar sem sérþekking á kjarasamningum og kjörum liggur hjá stéttarfélögunum. 
  3. Ábyrgð notendafyrirtækis.  Verkalýðsfélag Akraness telur að  eðlilegt að setja þá kröfu á notendafyrirtækin að þau hafi undir höndum ráðningasamninga starfsmanna sem koma frá starfsmannaleigum og einnig að notendafyrirtækin ábyrgist að kjör starfsmanna séu í samræmi við íslenska löggjöf og íslenska kjarasamninga. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image