• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Oct

Ársfundur Starfsgreinasambands Íslands hefst á morgun

Ársfundur Starfsgreinasambands Íslands verður haldinn 6. og 7. október og verður ársfundurinn haldinn á Akureyri að þessu sinni.  Verkalýðsfélag Akraness á fjóra fulltrúa á ársfundinum og þeir eru Vilhjálmur Birgisson, Þórarinn Helgason, Tómas Rúnar Andrésson og Guðrún Linda Helgadóttir.  Það eru nokkur mjög stór mál sem verða til umræðu á þessum ársfundi.   Nú liggur orðið fyrir að Samtök atvinnulífsins telja að forsendur kjarasamninga séu brostnar og allt útlit er því fyrir að kjarasamningum verði sagt upp í haust.  Eflaust verður mikið rætt um þetta mál á ársfundinum.   Ársfundurinn mun klárlega fjalla ítarlega um þá þróun sem átt hefur sér stað á síðustu misserum og lítur að erlendu vinnuafli.  En stór hópur erlendra starfsmanna sem  vinnur hér á landi kemur í gegnum erlendar starfsmannaleigur.  Oft á tíðum er ekki verið að greiða þessum starfsmönnum eftir íslenskum kjarasamningum, það eru blákaldar staðreyndir.  Það er eitthvað sem Verkalýðsfélag Akraness ætlar ekki að láta viðgangast á sínu félagsvæði !

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image