• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Oct

Skrifað verður undir nýjan fyrirtækjasamning fyrir starfsmenn Fangs eftir helgi !

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fundaði með framkvæmdastjóra Fangs í gær útaf nýjum fyrirtækjasamningi fyrir starfsmenn Fangs.  Framkvæmdastjóri  Fangs tilkynnti að eigendur fyrirtækisins hafa gengið að þeim kröfum sem ágreiningur hafi staðið um, ef það yrði til þess að hægt væri að ganga frá nýjum samningi.  Skrifað verður undir nýjan fyrirtækjasamning strax eftir helgi.  Í nýjum fyrirtækjasamningi verða atriði eins og launatafla,vinnutími,matar og kaffitímar,fæði og fatnaður,launalaus leyfi,ferðapeningar,og orlofs og desemberuppbætur sem verða hvor um sig 96.704.   Þessi samningur er á mjög svipuðum nótum og kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins og Klafa hvað varðar kostnaðaráhrifin á samningstímanum sem er um 21% á samningstímanum. Einnig mun koma eingreiðsla til starfsmanna sem eru í fullu starfi.  Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum á þriðjudaginn 18. október og kynna nýja fyrirtækjasamninginn.  Verkalýðsfélag Akraness er nokkuð sátt við þennan nýja fyrirtækjasamning og telur að báðir samningsaðilar geti verið vel sáttir. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image