• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Oct

Fundað með forstjóra og aðstoðarforstjóra Íslenska járnblendifélagsins um hið nýja bónuskerfi starfsmanna ÍJ

Formaður félagsins og aðaltrúnarmaður Íslenska járnblendifélagsins funduðu á skrifstofu félagsins með forstjóra og aðstoðarforstjóra Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Tilefni fundarins var að fara yfir hið nýja bónuskerfi sem tekið var upp samhliða nýjum kjarasamningi.  Nokkrir þættir bónussins hafa ekki verið að gefa það sem samningsaðilar vonuðust eftir.  Einnig var rædd á fundinum um hvernig túlka beri  umhverfisbónusinn en í síðustu úttekt voru atriði sem komu til lækkunar á bónusnum sem starfsmenn voru ekki á eitt sáttir um.  Formaður félagsins minnti á að samningsaðilar hafi verið sammála um þegar gengið var frá hinu nýja bónuskerfi,  að ryk og önnur óhreinindi skyldu ekki hafa áhrif á bónus starfsmanna.  Þessi fundur var afar gagnlegur og voru fundarmenn sammála um að gera allt til að hið nýja bónuskerfi virki sem allra best fyrir báða aðila.  Verkalýðsfélag Akraness mun ásamt aðaltrúnaðarmanni ÍJ funda með starfsmönnum fyrirtækisins fljótlega þar sem farið verður yfir hið nýja bónuskerfi og skoðað hvað hægt er að gera til að bónusinn gefi starfsmönnum sem mest.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image