• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Skrifað verður undir nýjan fyrirtækjasamning við Fang ehf. á mánudaginn kemur Starfsmenn Fangs á fundi með formanni félagsins
22
Oct

Skrifað verður undir nýjan fyrirtækjasamning við Fang ehf. á mánudaginn kemur

Skrifað verður undir nýjan fyrirtækjasamning við eigendur Fangs ehf. á mánudaginn kemur.  Formaður félagsins kynnti væntanlegan samning fyrir starfsmönnum  á miðvikudaginn var.  Virtust starfsmenn almennt vera nokkuð sáttir við samninginn þó vissulega hefði starfsmenn og stéttarfélagið viljað ná örlítið lengra.  Í þessum fyrirtækjasamningi náðist að tryggja flest þeirra kjaraatriða sem starfsmenn og stéttarfélagið  lögðu hvað mestu áherslu á.  Þau kjaraatriði sem náðist að tryggja í þessum nýja fyrirtækjasamningi eru t.b, launatafla, vinnutími, bónus, orlofs og desemberuppbætur.  Einnig fá starfsmenn eingreiðslu sem nemur nokkrum tugum þúsunda.   Allt eru þetta kjaraatriði sem eru mun betri en þekkjast í kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði.  Heildarkostnaðaráhrif samningsins er með sambærilegum hætti og samningar Íslenska járnblendifélagsins og Klafa gáfu eða um 21% á samningstímanum.   Kosið verður um nýjan fyrirtækjasamning fljótlega í næstu viku.  Verkalýðsfélag Akraness vill þakka trúnaðarmanni Fangs kærlega fyrir mjög svo góða samvinnu við gerð þessa samnings.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image