• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Oct

Verkalýðsfélag Akraness kærir fyrirtækið 2B til sýslumanns í Borgarnesi !

 Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness sendu í dag kæru til Sýslumannsins í Borgarnesi vegna leigu fyriurtækisins 2B á 10 pólskum starfsmönnum sem starfa hjá Ístak á Grundartanga. Stéttafélögin hafa fengið staðfest hjá Vinnumálastofnun að fyrirtækið 2B er ekki með atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl og hefur ekki heimild til að flytja inn erlent vinnuafl á grundvelli þjónustusamninga, þar sem um er að ræða íslenskt fyrirtæki en ekki erlent eins og lög nr. 54/2001 kveða á um.  Kæran hljóðar svona:

Sýslumaðurinn Borgarnesi
Bjarnarbraut 2
310 Borgarnes

Við undirritaðir Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina, kt 170860 2419, f.h. þess félags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kt 050865 5339, f.h. þess félags, óskum eftir að Sýslumaðurinn Borgarnesi kanni lögmæti leigu fyrirtækisins 2B, kennitala 4408042250, á pólskum starfsmönnum til Ístaks hf., kennitala 540671 0959. 

Rökstuddur grunur er um að með leigu þessari sé verið að brjóta lög nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja.  Fyrirtækið 2B er íslenskt fyrirtæki með lögheimili og starfstöð hér á landi og bókaðan tilgang inn- og útflutning vöru, kaup og sölu vöru og tengdan rekstur sem og rekstur og útleigu fasteigna og almenna lánastarfsemi.  Teljum við því ljóst að það uppfylli ekki skilyrði 1. gr. laganna og því  óheimilt að gera þjónustusamninga á grundvelli þeirra.


Við teljum að um sé að ræða a.m.k. 10 pólska starfsmenn  sem ekki hafa atvinnuleyfi á Íslandi en munu vera að störfum fyrir Ístak hf. við stækkun Norðuráls hf á Grundartanga á grundvelli þjónustusamnings við 2B ehf. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun mun pólskur einstaklingur með íslenska kennitölu hafa haft milligöngu um ráðningu hinna pólsku starfsmanna til 2B ehf.  Ekkert liggur fyrir að viðkomandi uppfylli ákvæði 1. gr. laga nr. 54/2001 um fyrirtæki með staðfestu utan Íslands.  Telur Vinnumálastofnunin að ljóst sé að umrætt tilvik falli ekki undir lög nr. 54/2001 og  hefur jafnframt upplýst að atvinnuleyfi liggi ekki fyrir og því um ólöglega starfsemi að ræða.


Þá vilja félögin koma á framfæri þeirri túlkun sinni á lögum nr. 54/2001 að þau gildi einungis um réttarstöðu þeirra starfsmanna sem sendir eru til “notendafyrirtækis” hér á landi en ekki við frekari framleigu  á viðkomandi starfsmanni.

Það er verulegt hagsmunamál verkalýðsfélaga að tryggt sé að lögum nr. 54 frá 2001 sé rétt framfylgt og er því kæra þessi sett fram varðandi meint brot 2B ehf.


Akranesi 24.október 2005


F.h. Félags iðn- og tæknigreina  F.h. Verkalýðsfélags Akraness

__________________________  _____________________________
Hilmar Harðarson    Vilhjálmur Birgisson

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image