• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Sep

Portúgalar með jafnaðarkaup upp á 755 kr. á tímann, skiluðu allt að 306 vinnustundum í mánuði

Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið áfram eftirliti með þeim fyrirtækjum sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Eftirlitið er fólgið í því að kalla eftir atvinnuleyfum sem og launaseðlum til að hægt sé að fylgjast með því hvort  erlendu starfsmennirnir séu að fá greitt eftir íslenskum kjarasamningum.  Í þessu reglubundna eftirliti hefur komið í ljós að enn eitt fyrirtækið sem er með erlenda starfsmenn í vinnu  uppfyllir ekki lágmarkslaun samkvæmt íslenskum kjarasamningum.  Starfsmennirnir voru á jafnaðarkaupi sem hljóðaði upp á 755 kr. á tímann, en þeir voru að skila  allt að 306 tímum í mánuði.  Verkalýðsfélag Akraness gerði alvarlegar athugasemdir við þetta í dag. Fyrirtækið brast skjótt við athugasemdum stéttarfélagsins og leiðrétti laun Portúgalana strax.  Einn starfsmaðurinn fékk leiðréttingu fjóra mánuði aftur í tímann og nam sú leiðrétting 94.100.  Annar fékk leiðrétt 34.200 og sá þriðji fékk 23.520.  Þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er fyrir verkalýðshreyfinguna í heild sinni  að vera á varðbergi.  Því oft á tíðum er verið að misbjóða þessu erlendu starfsmönnum illilega eins og dæmin sanna.  Það er einnig alveg morgunljóst að þessi stefna íslenskra fyrirtækja að sækja í auknum mæli erlent vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur til þess eins að greiða lægri laun, en það ógnar íslensku verkafólki sem og íslenskum vinnumarkaði allverulega.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image