• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Sep

Samtök atvinnulífsins hafa svarað Verkalýðsfélagi Akraness og segja að það sé ekki hlutverk Ístaks að standa skil á stéttarfélagsgjöldum af dönsku smiðunum

Ístak hf. fól Samtökum atvinnulífsins að svara kröfu Verkalýðsfélags Akraness.  Krafan var sú að Ístak skilaði stéttarfélagsgjöldum af dönskum smiðum og afhenti  ráðningarsamninga og launaseðla til að hægt væri að ganga úr skugga um að dönsku smiðirnir væru að fá greitt eftir íslenskum kjarasamningum.  Þessu hafnaði Ístak og vísaði málinu til SA.  Í dag barst bréf frá Samtökum atvinnulífsins undirritað af Hrafnhildi Stefánsdóttur yfirlögfræðingi SA.  Svarið frá SA er skýrt þeir segja að það sé ekki hlutverk Ístaks að standa skil á stéttarfélagsgjöldum til Verklýðfélags Akraness.  Einnig segir í svarbréfinu að um réttindi og skyldur dönsku smiðina gildi lög, nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlenda fyrirtækja, þ.e lög um útsenda starfsmenn.  Þessu er Verkalýðsfélag Akraness ekki sammála og hefur nú þegar sent lögmanni félagsins bréfið til skoðunar og allt eins líklegt að málið fari fyrir dómstóla.  Íslenskri verkalýðshreyfingu er illilega ógnað ef það er staðreynd að  hægt sé að ráða erlenda verkamenn og smiði í gegnum starfsmannaleigur,  til þess eins að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld sem og önnur ákvæði sem í kjarasamningum gilda.  Við þessu verður brugðist af fullri hörku og eins og áður sagði er allt eins líklegt að málið fari  fyrir dómstóla

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image