• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Sep

Loksins fundað um starfskjör starfsmanna Fangs

Fundað verður loksins um nýjan fyrirtækjasamning fyrir starfsmenn Fangs á morgun.  Verkalýðsfélag Akraness hefur ítrekað óskað eftir fundi um nýjan fyrirtækjasamning, því miður er það núna fyrst sem forsvarsmenn Fangs gefa sér tíma til að leggja fram drög að nýjum fyrirtækjasamningi. Starfsmenn Fangs eru búnir að vera samningslausir frá 1. nóvember 2004.  Verkalýðsfélag Akraness hefur gert kröfu um að í hinum nýja fyrirtækjasamningi verði tryggt að eftirfarandi áunnin réttindi haldi sér þ.e veikindaréttur, orlofsréttur, vinnutími, launatafla, ferðapeningar. orlofs og desemberuppbætur.  Eins og áður sagði þá munu forsvarsmenn Fangs leggja fram drög að nýjum  fyrirtækjasamningi á fundinum á morgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image