• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Skrifað var undir þjónustusamning við Ráðgjafarstofu heimilanna í dag Frá undirskriftinni í morgun
08
Aug

Skrifað var undir þjónustusamning við Ráðgjafarstofu heimilanna í dag

Svæðisvinnumiðlun Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaður hafa gert þjónustusamning við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Ráðgjafar Ráðgjafarstofu munu veita endurgjaldslausa fjárhagsráðgjöf til atvinnuleitenda á starfssvæði Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands, félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og íbúa Akraneskaupstaðar.  Ráðgjöfinni er ætlað að veita fólki sem á í greiðsluerfiðleikum yfirsýn yfir stöðu fjármála sinna og aðstoð við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og semja við lánardrottna.

Þeir sem telja sig hafa þörf fyrir ráðgjöf panta viðtalstíma í síma 433-1000 en ráðgjafi verður staddur á Akranesi einn dag í mánuði.  Þeim sem ekki komast í viðtal er boðið upp á símaviðtal þann sama dag og ráðgjafinn verður á Akranesi.

Samningurinn er gerður til reynslu og gildir út árið 2005.

Verkalýðsfélag Akraness hvetur  félagsmenn sína sem þurfa á fjárhagsráðgjöf að halda að nýta sér þessa þjónustu

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image